Mótið fór fram dagana 2.-4. september hjá GM, GR og GK. Liðum var skipt í deildir eftir forgjöf og var okkar lið í þriðju sterkustu deildinni. Fyrirkomulagið var tveggja manna texas scramble og var hver leikur 9 holur þar sem 6 stig voru í boði í hverjum leik.
Lið GS lék fyrst gegn GK og vannst sá leikur 3.5-2.5. Næst var leikið gegn GR og endaði sá leikur með 3-3 jafntefli. Lokaleikur okkar liðs var gegn GM og ljóst að ef sá leikur ynnist myndi bikarinn verða okkar. Leikurinn gegn GM vannst örugglega 5.5 gegn 0.5. og sigur í bláu deildinni staðreynd.
Frábær árangur hjá okkar yngstu kylfingum og vill Golfklúbbur Suðurnesja óska þeim til hamingju með árangurinn.
Liðið var skipað eftirfarandi kylfingum.
Angantýr Atlason Daníel Orri Björgvinsson
Ingi Rafn William Davíðsson
Kolfinnur Skuggi Ævarsson
Comments