top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Góður árangur GS-inga um helgina

Um helgina léku nokkrir GS-ingar í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar þetta keppnisárið. Karen Guðnadóttir lék best allra í kvennaflokki og stóð uppi sem sigurvegari í öðru mótinu í röð.

Leikið var í Grafarholtinu og átti GS þrjá aðra keppendur, þau eru Laufey Jóna Jónsdóttir (9. sæti), Kinga Korpak (11. sæti) og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (13. sæti). Á Sandgerðisvelli fór fram Íslandsmót golfklúbba í flokki eldri kylfinga karla. GS tefldi fram sterkri sveit og sigraði sinn riðil. Karlarnir léku til úrslita gegn Keili og var um hörku viðureign að ræða þar sem Keilismenn stóðu uppi sem sigurvegarar í 2. deild. GS lenti í öðru sæti og leikur í efstu deild að ári.

0 views0 comments

Comments


bottom of page