Íslandsmót golfklúbba fór fram nú um helgina, stelpurnar léku í fyrstu deild og strákarnir í þeirri þriðju.
Á Akranesi fór fyrsta deild kvenna fram. Stelpurnar okkar stóðu sig veg og léku um þriðja sæti á móti GKG sem vann, GS lenti því í fjórða sæti sem er frábær árangur. Í Vogunum var þriðja deild karla leikin. Strákarnir léku til úrslita í deildinni gegn Golfklúbbnum Oddi sem stóð uppi sem sigurvegari. GS endaði í öðru sæti og leikur í annari deild að ári.
Góður árangur hjá sveitunum okkar og markmiðum helgarinnar náð.
Kommentit