Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót golfklúbba þar sem GS tefldi fram sveitum í efstu deildum karla og kvenna.
Mótið var haldið með nýju sniði þetta árið en það fór fram á tveimur völlum, Urriðavelli (GO) og Leirdal (GKG), og var leikið til skiptis á þessum völlum.
Kvennalið GS
Kvennalið GS stóð sig frábærlega og endaði í fimmta sæti. Liðið hefur sýnt það undanfarin ár að það á fullt erindi í efstu deild, margar af stelpunum eru ungar, efnilegar og eiga mikið inni. GS lið kvenna á bara eftir að bæta sig þegar fram sækir. Liðið skipaði: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Elínóra Einarsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kinga Korpak, Laufey Jóna Jónsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir og Zuzanna Korpak. Liðsstjóri var Sigríður Erlingsdóttir.
Karlalið GS
Karlaliðið byrjaði á erfiðum andstæðingum í þremur fyrstu viðureignunum og tapaði þeim öllum, eftir það voru allir leikir úrslitaleikir um að halda GS í efstu deild. Strákarnir stóðu undir því og unnu tvo síðustu leikina til að enda í sjötta sæti. Liðið skipaði: Björgvin Sigmundsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Rúnar Óli Einarsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Þór Ríkarðsson og Örn Ævar Hjartarson. Liðsstjóri var Jóhann Páll Kristbjörnsson.
Comments