top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Góður árangur sveita GS á Íslandsmóti golfklúbba

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót golfklúbba þar sem GS tefldi fram sveitum í efstu deildum karla og kvenna.

Mótið var haldið með nýju sniði þetta árið en það fór fram á tveimur völlum, Urriðavelli (GO) og Leirdal (GKG), og var leikið til skiptis á þessum völlum.

Kvennalið GS

Kvennalið GS stóð sig frábærlega og endaði í fimmta sæti. Liðið hefur sýnt það undanfarin ár að það á fullt erindi í efstu deild, margar af stelpunum eru ungar, efnilegar og eiga mikið inni. GS lið kvenna á bara eftir að bæta sig þegar fram sækir. Liðið skipaði: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Elínóra Einarsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kinga Korpak, Laufey Jóna Jónsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir og Zuzanna Korpak. Liðsstjóri var Sigríður Erlingsdóttir.

 

Karlalið GS

Karlaliðið byrjaði á erfiðum andstæðingum í þremur fyrstu viðureignunum og tapaði þeim öllum, eftir það voru allir leikir úrslitaleikir um að halda GS í efstu deild. Strákarnir stóðu undir því og unnu tvo síðustu leikina til að enda í sjötta sæti. Liðið skipaði: Björgvin Sigmundsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Rúnar Óli Einarsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Þór Ríkarðsson og Örn Ævar Hjartarson. Liðsstjóri var Jóhann Páll Kristbjörnsson.

13 views0 comments

Comments


bottom of page