top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Haustbókanir á rástímum

Kæru kylfingar.

Þar sem daginn er tekið að stytta og því færri rástímar í boði fyrir fólk eftir hefðbundin vinnudag höfum við ákveðið að breyta bókunarkerfinu á rástímum á eftirfarandi hátt:

Athugið að þetta tekur gildi mánudaginn 14. september.

Hólmsvöllur, haustbókun 18 holur 8:00-13:54, óbreytt og þegar bókað er á þessu bili er óþarfi að bóka seinni 9 sérstaklega.

Hólmsvöllur haustbókun fyrri 9 (14:00-20:00), Þeir sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa að bóka sig líka á 10. teig (Hólmsvöllur haustbókun seinni 9 (16:00-20:00).

Hólmsvöllur haustbókun seinni 9 (16:00-20:00), Hægt er að bóka sig einungis á 9 holur og byrja á 10. teig.

Það er von okkar að með þessu geti fleiri kylfingar notið þess að spila Leiruna í haust 🙂

14 views0 comments

Comments


bottom of page