top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Heiðursfélagi fallinn frá:

Þorbjörn Kjærbo, einn af stofnendum og heiðursfélagi Golfklúbbs Suðurnesja, var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fyrr í dag. Þorbjörn lést sjötta apríl síðastliðinn 95 ára að aldri.


Þorbjörn var m.a. gjaldkeri í fyrstu stjórn golfklúbbsins og í gegnum árin sinnti hann ýmsum félagstörfum fyrir klúbbinn. Það var svo á golfvellinum þar sem Þorbjörn lét heldur betur til sín taka en hann náði mjög fljótt góðum tökum á íþróttinni. Þorbjörn varð þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, frá árinu 1968 til ársins 1970. Yfir fimmtíu árum síðar er Þorbjörn enn einn sigursælasti karlkyns kylfingur í sögu Golfklúbbs Suðurnesja. Klúbbmeistaratitlarnir hjá Þorbirni voru enn fleiri og varð hann tíu sinnum klúbbmeistari GS. Sá fyrsti kom í hús árið 1965 eða á öðru afmælisári klúbbsins og sá síðasti sextán árum síðar eða árið 1981.


Þrátt fyrir að afrekin voru mörg var Þorbjörn talinn vera hógvær og allir golf áhugamenn sem þekktu ættarnafnið Kjærbo vissu að þar á ferðinni væri einn öflugasti örvhenti kylfingur í golfsögu Íslands. Blessuð sé minning hans.









168 views0 comments

Comentários


bottom of page