Vorferð GS á Hellishóla í Fljótshlíð 13.- 15. maí
Í fyrra var ákveðið að prófa að bjóða félagsmönnum að fara í vorferð innanlands og í byrjun maí var farið í helgarferð á Hellishóla. Þátttakan var frábær og golf og skemmtun allsráðandi alla helgina. Í ár munum við því endurtaka leikinn og búið er að bóka aftur fyrir hópinn á sama stað 13. - 15. maí.
Hellishólar eru í 2 klst. akstursfjarlægð frá Reykjanesbæ og er fegurðin í Fljótshlíðinni einstök með Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls í bakgarðinum. Á Hellishólum er flottur 9 holu völlur, púttflöt og flott vipp aðstaða ásamt æfingasvæði þar sem slegið er af grasi. Staðurinn býður upp á gistingu í fallegum hótelherbergjum eða í bústöðum í þremur stærðum. Innifalið í ferðinni er gisting frá föstudegi til sunnudags á hótelinu eða í bústöðum ásamt dagskránni hér að neðan.
Heimasíða staðarins er www.hellisholar.is
ATHUGIÐ. Við skráningu eruð þið vinsamlegast beðin um að taka fram hvaða gistimöguleika þið viljið fá og setja það í athugasemdadálkinn þegar skráning og greiðsla staðfestingargjalds er gerð á Sportabler.
Gistimöguleikar:
- Tveir í hótelherbergi
- Einn í litlum bústað.
- Tveir í miðstærð af bústað.
- Þrír til fimm í stórum bústað.
DAGSKRÁ:
Föstudagurinn 13. maí.
Ótakmarkað golf.
Kvöldverður kl. 19.30.
Laugardagurinn 14. maí.
07.30-10.00. Morgunmatur.
08.30-10.00. Golf eins og hver vill.
10-11 Golfkennsla í boði Sigga Palla
12.00-13.30. Hádegismatur.
14.00 9 holu ryder cup keppni
19.30. Þriggja rétta kvöldverður, verðlaunaafhending og kvöldvaka.
Sunnudagurinn 15. maí.
07.30-10.00. Morgunmatur.
08.30-10.00. Golf eins og hver vill.
12-13.30. Hádegismatur.
14.00 heimferð eða meira golf
Verð aðeins kr. 32.500 á mann.
10.000 kr. staðfestingargjald greiðist við bókun.
Staðfestingargjald fæst endurgreitt sé afbókað fyrir 6. maí.
Ferðin greiðist að fullu á staðnum.
Skráning á https://www.sportabler.com/shop/gs
Nánari upplýsingar hjá Sigga Palla, sp@gs.is.
Comments