Vorferð GS á Hellishóla í Fljótshlíð 26.- 28. maí
Þriðja árið í röð ætlar að Golfklúbbur Suðurnesja að bjóða félagsmönnum upp á einstaka golfferð í Fljótshlíðina í vor.
Hellishólar eru í 2 klst. akstursfjarlægð frá Reykjanesbæ og er fegurðin í Fljótshlíðinni einstök með Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls í bakgarðinum. Þar er flottur 9 holu völlur, púttflöt og flott vipp aðstaða ásamt æfingasvæði þar sem slegið er af grasi.
Staðurinn býður upp á gistingu í fallegum hótelherbergjum eða í bústöðum í þremur stærðum. Innifalið í ferðinni er gisting frá föstudegi til sunnudags á hótelinu eða í bústöðum ásamt dagskránni hér að neðan.
Heimasíða staðarins er www.hellisholar.is og
Föstudagurinn 26. maí.
Herbergin verða tilbúin kl. 15:00
Golf eins og hver vill. Gott að bóka inn á golboxinu til að tryggja rástíma
Kvöldmatur ekki innifalin en veitingastaðurinn er opinn og hægt að fá mat og drykk að eigin vali.
Laugardagurinn 27. maí.
07.30-10.00. Morgunmatur.
08.30-10.00. Golf eins og hver vill. 9 holu liðakeppni.
12.00-13.30. Hádegismatur.
14.00 Ryder Cup liðakeppni
19.30. Þriggja rétta kvöldverður og kvöldvaka.
Sunnudagurinn 28. maí.
07.30-10.00. Morgunmatur.
08.30-10.00. Golf eins og hver vill.
12-13.30. Hádegismatur.
Verð aðeins 42.000 kr. á mann.
10.000 kr. staðfestingargjald greiðist við bókun.
Ferðin greiðist að fullu á staðnum.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt sé afbókað eftir 15. maí.
Skráning á https://www.sportabler.com/shop/gs
Nánari upplýsingar hjá Sigga Palla, sp@gs.is.
Comentarios