Atli Elíasson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. holu Leirunnar í dag. Atli var að taka þátt í öðru stigamóti GS á þessu ári sem styrkt var af Kosmos & Kaos, svo skemmtilega vildi til að Guðmundur Sigurðsson, eigandi Kosmos & Kaos, var í holli með Atla þegar hann sló draumahöggið.
Skorkort Atla má sjá hér fyrir ofan en hann er lágforgjafarkylfingur (3.0) og lék af gulum teigum í dag. Þrettánda holan er 172m af gulum teigum svo þetta hefur verið ágætis högg hjá Atla sem lék á pari í dag og deilir efsta sæti í mótinu með Gunnari Þór Jóhannssyni. Gunnar lék af hvítum teigum og virðist kunna ágætlega á Leiruna, enda á hann vallarmet af hvítum teigum (65 högg) sem Axel Bóassyni einum hefur tekist að jafna.
Comments