Leiðbeiningar um skráningu í innanfélagsmót GS:
Skrá inn á Golfbox.
Á forsíðu vinstra megin veldu “innanfélagsmót”.
Finna það mót sem þú vilt skrá þig í og opna með því að ýta á línuna. Athugaðu að ekki er búið að opna fyrir skráningu í öll mót þó þau séu komin á dagsetningu.
Veldu “skráning” og opnast þá gluggi með rástímum.
Smelltu á “add myself” á þeim rástíma sem þú vilt fara og þá kemur upp nafnið þitt. Smelltu svo á græna flipann neðst í glugganum til að halda áfram.
Veldu flokk: “punktar karlar”, “punktar konur” og “höggleikur”. Athugaðu að það er sjálfvalið í stigamót karla og stigamót konur. Ef ekki er hakað við “höggleikur” ertu ekki með í höggleiknum.
Veldu lit á teig sem þú spilar á og smelltu á “halda áfram”.
Smella á “halda áfram”.
Útskrá
Fyrir þá sem vilja spila á miðvikudegi þá þarf að skrá eins og venjulega á rástíma og láta svo vita í afgreiðslu áður en farið er út og fá skorkort.
Mótsstjórn vekur athygli á að SKRÁNINGARFRESTI Í MÓTIÐ LÝKUR KL. 8.00 Á ÞRIÐJUDAGSMORGNINUM. Á það við hvort sem spilað verður á þriðju- eða miðvikudegi. Þeir sem ætla að spila á miðvikudegi verða að hafa samband við Leirukaffi og skrá sig hjá starfsmanni. Þegar skráningu lýkur fá þátttakendur kóða senda svo þeir geti skráð sjálfir inn skorið sitt í Golfbox appinu, kjósi þeir að gera svo. Það er valkostur, ekki skylda. Athugið að þrátt fyrir að keppendur skrái sjálfir inn skorið sitt þarf að skila inn útfylltu og undirskrifuðu skorkorti.
Comments