top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Hólmsvöllur í vetrabúning

Vetraspil á Hólmsvelli:

Í dag, 15. nóvember, var lokað inn á sumarflatir á Hólmsvelli í Leiru, en þær hafa verið opnar síðan 30.apríl. Vetrarvöllur hefur verið settur upp á holum 1 – 11 og 15 – 18 sem félagsmenn eru velkomnir að nýta í vetur.


Vetrareglur:

Við viljum ítreka mikilvægi þess að farið sé eftir vertrreglunum til að forðast skemmdir á grasi, sem er viðkvæmt yfir vetrartímann. Öll kylfu- og boltaför sem verða til núna munu fylgja okkur inn í næsta sumar, og við viljum tryggja að við öll spilum Hólmsvöll í sínu fegursta.


Við þökkum félagsmönnum fyrir gott golftímabil og hlökkum til að sjá ykkur í vetrastarfi félagsins. Stefnan er að opna aftur inn á sumarflatir 17.apríl 2025, ef ekki fyrr, svo lengi sem veturinn verði okkur hagstæður.


Vetrareglur

  1. Opnar brautir:

    • Holur 1 – 11 og 15-18 eru opnar, en holur 12 – 14 eru lokaðar og óheimilt er að spila þar.

  2. Rástímabókun

    • Rástímabókun er á Golfbox fyrir vetrarspil, með 10 mínutúrá milli rástíma

  3. Teigsvæði:

    • Notast skal við afmörkuð svæði í upphafshöggi á hverri braut,sem afmarkast með teigmerkjum á grasi. Bannað er að slá utan merktra teigsvæða.

  4. Slá ekki á braut:

    • Ekki er leikið mottugolf og stranglega bannað er að slá af brautum. Kylfingar skulu fara af braut og slá í röffi.

  5. Golfbílar og rafhjól:

    • Golfbílar og rafhjól eru bönnuð á vellinum.





68 views0 comments

Comments


bottom of page