Kæru félagsmenn.
Vegna nýútkominna reglna frá Heilbrigðisráðuneytinu, sjá frétt: https://golf.is/reglur-fra-heilbrigdisraduneytinu-um-astundun-golfithrottarinnar-a-timum-samkomubanns/ getum við nú opnað Leiruna formlega.
Eins og allir vita er alltaf skilyrði að skrá sig á rástíma. Núna er það jafnframt krafa Heilbrigðisráðuneytisins eins og sjá má í fyrstu reglunni. Það er því með öllu óheimilt að spila völlinn án rástímaskráningar í Golfbox kerfinu.
Fyrir þá félaga sem ekki hafa gengið frá sínum félagsgjöldum bendum við á að það þarf að ganga frá greiðsluskráningu í Nóra kerfinu til að fá aðgang að Golfbox.
Leiðbeiningar um skráningu í Nóra eru hér:
Leiðbeiningar fyrir innskráningu á Golfbox eru hér:
Völlurinn er í vetrarbúningi eins og er og vallargjöld fyrir þá sem eru ekki GS félagar því í samræmi við það eða einungis 2000 kr.
Næstkomandi mánudag verður opnað inn á sumarflatir og verður þá vallargjald fyrir gesti 3500 kr.
Þar sem ekki er heimilt að hafa klúbbhúsið opið verða greiðslur að fara fram rafrænt. Bankaupplýsingar eru eftirfarandi: 0121-26-3286 kt. 530673-0229. Mikilvægt er að nafn þess komi fram sem á rástímann, annað hvort sem greiðandi eða í skýringu.
Vinsamlegast virðið þessar reglur svo allir geti spilað golf 🙂
Commentaires