top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Innheimta félagsgjalda 2022

Kæru félagar.


Innheimta félagsgjalda fyrir árið 2022 er hafin. Allar greiðslur fara í gegnum Sportabler kerfið en það er það kerfi sem flest íþróttafélög eru einnig að nota.


Eins og áður skrá félagar sig inn með rafrænum skilríkjum og velja svo sjálfir hvort þeir vilja greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabankann. Einnig verður hægt að skipta greiðslum og miðað er við að síðasta greiðsla komi ekki seinna en í október.


Nýliðar og þeir sem greiða fjaraðild geta ekki skráð sig beint og eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu, gs@gs.is.


Nýir klúbbmeðlimir (sem eru að koma úr öðrum klúbbum) geta skráð sig beint en eru einnig beðnir að hafa samband við skrifstofu þar sem við viljum vita af öllum nýjum félögum.





Ef einhverjir lenda í vandræðum þá er hægt að hafa samband við skrifstofu GS, gs@gs.is eða í síma 421-4100.





281 views0 comments

留言


bottom of page