top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Issi og Hjördís verða áfram

Á síðasta degi ársins 2018 var undirritaður samningur við Issa og Hjördísi um áframhaldandi rekstur veitingasölu Leirunnar.


Það er óhætt að segja að félagar hafi tekið þeim vel á síðasta ári en því miður var golftímabilið ömurlegt fyrir rekstraraðila eins og kylfinga. Þau prýðishjón hafa samt ákveðið að gefast ekki upp og ætla láta reyna á þetta annað ár. Ég býð þau svo sannarlega velkomin og verð að segja að mér finnst þetta góðar fréttir fyrir okkur GSinga og aðra kylfinga sem munu leika Leiruna í sumar.

Með golfkveðju, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður

4 views0 comments

コメント


bottom of page