top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Klúbbmeistarar 2018

55. Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja lauk um helgina. Ágætis veður var allt mótið og heppnaðist það vel þótt óvenju fáir tækju þátt þetta árið. Alls tóku 78 kylfingar þátt og luku þeir allir keppni nema einn.

Að loknum fjórum dögum var ljóst hverjir yrðu klúbbmeistarar GS 2018, í karlaflokki sigraði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson í tíunda skipti en í kvennaflokki var krýndur nýr klúbbmeistari, Zúzanna Korpak.

 

Grétar Helgason sigraði 2. flokk karla en það var ekki það eina sem hann afrekaði í þessu Meistaramót. Á öðrum degi gerði Grétar sér lítið fyrir og fór Bergvíkina á einu höggi, hola í höggi hjá þessum meistara!

 

Til hamingju allir!

2 views0 comments

Comments


bottom of page