Kæru GS félagar
Á meðan á samkomubanni stendur verður ekki um skipulagða starfsemi að ræða hjá Golfklúbbi Suðurnesja, klúbbhúsið er lokað og engin þjónusta í boði. Varðandi fyrirspurn félaga í GS vill stjórn koma eftirfarandi á framfæri. Félagsmönnum er að sjálfsögðu ekki bannað að fara inn á völlinn. Vilji félagsmenn spila Hólmsvöll, spila þeir völlinn á eigin ábyrgð.
Við viljum biðja þá sem fara á völlinn að virða vinsamlegast eftirfarandi:
Huga vel að hreinlæti og öðrum sóttvörnum.
Virða 2 metra regluna – á öllum tímum.
Óheimilt er að snerta flaggstangir. Bollarnir sem taka við boltunum í holunum eru hærri en vanalega svo hægt sé að ná boltanum með kylfunni eftir að holu er lokið. Holu skal lokið þegar boltinn snertir bollann.
Ekki deila búnaði, s.s. golfsetti, golfkúlum o.fl.
Óskum öllum félagsmönnum GS gleðilegra páska 🙂
Bình luận