Sjö kylfingar hafa skrifað undir leikmannasamninga við Golfklúbb Suðurnesja. Leikmennirnir eru Laufey Jóna Jónsdóttir, Zuzanna Korpak, Kinga Korpak, Kristján Jökull Marínósson, Geirmundur Ingi Eiríksson, Björgvin Sigmundsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Karen Guðnadóttir mun bætast í þennan hóp síðar, hún er búsett erlendis en mun keppa á Íslandi í sumar.
Leikmannasamningarnir kveða m.a. á um að kylfingurinn keppi undir merkjum GS á samningstímanum, sé fyrirmynd annara utan vallar sem innan og aðstoði við æfingar yngri hópa. Á móti leitast GS m.a. við að sjá kylfingunum fyrir bestri mögulegu aðstöðu til æfinga og einkatímum hjá íþróttastjóra, að auki styrkir GS kylfingana með greiðslu mótsgjalda og ýmsum búnaði til keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem Golfklúbbur Suðurnsesja gerir leikmannasamninga við sína keppendur og er það von stjórnar að þessir samningar leggi grunn að farsælu keppnistímabili Golfklúbbsins og kylfinga þess.
Áfram GS!
Comments