Þá er allt farið á fullt og undirbúningur fyrir sumarið í fullum gangi.
Í vikunni var húsið þrifið og Valdi okkar Birgis hefur verið að mála og gera upp eldhúsgeymsluna, ekki vanþörf á. Grétar sem var okkar helsta stoð og stytta í að koma upp inniaðstöðunni hefur flutt sig um set og tók að sér að laga þakið sem fauk af ræsishúsinu við 1. teig. í óveðrinu um daginn. Ekki amalegt að eiga svona félagsmenn :) Á næstu dögum ætla vaskir sjálfboðaliðar að taka að sér að klæða þakið undir pallinum svo ekki leki á nýju fínu golfbílana. Áætlað er svo að halda allsherjar vinnudag í lok apríl, vonumst til að sjá sem flesta þar en nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Ef einhverjir eiga eftir að gera upp félagsgjöldin þá mælum við með því að gera það hið snarasta svo enginn lendi í því að geta ekki skráð sig á rástíma.
Áætlað er svo að opna inn á sumarflatir í næstu viku eða miðvikudaginn 20. apríl. Vonandi að það verði ekki bakslag í veðrinu svo ekki þurfi að breyta því. Opnunin verður auglýst þegar nær dregur.
Gleðilega páska 🐣
コメント