Nú er þriðja og lokahringnum í Leirumótinu lokið með æsispennandi keppni í báðum flokkum. Leikið var við fínar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. Mörg frábær högg sáust í dag og fór m.a. Björn Viktor Viktorsson holu í höggi á 8. braut. Í karlaflokki var það Hákon Örn Magnússon úr GR sem fór með sigur af hólmi með frábærri spilamennsku í dag á 66 höggum. Samtals spilaði Hákon Örn á 206 höggum eða 10 höggum undir pari. Hann spilaði hringina þrjá á 71-69-66 höggum. Í öðru sæti endaði svo Daníel Ísak Steinarsson úr GK, tveimur höggum á eftir, á samtals 208 höggum eða átta högum undir pari. Í þriðja sæti hafnaði svo Aron Emil Gunnarsson úr GOS á 213 höggum eða þremur höggum undir pari. Af okkar mönnum var það Pétur Þór Jaidee sem spilaði frábærlega í dag á 68 höggum og stökk upp um 11 sæti og endaði í 18. sæti.
Í kvennaflokki var einnig gríðarleg spenna en Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR hélt efsta sætinu í allan dag og sigraði með minnsta mun á 227 höggum (76-77-74) eða 11 höggum yfir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir gerði harða atlögu að efsta sætinu með góðri spilamennsku í dag en hafnaði á endanum i öðru sæti, einu höggi á eftir Jóhönnu Leu (80-76-72) . Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG landaði svo þriðja sætinu á 231 höggi (77-78-76). Úr Golfklúbbi Suðurnesja hafnaði Fjóla Margrét í 9. sæti á 238 höggum (76-80-82).
Verðlaunahafar fengu í verðlaun: 1. sæti var gjafabréf frá Courtyard by Marriott Hotel og golfhringir hjá GS. 2. sæti var gjafabréf frá Lighthouse Inn, gjafabréf frá ECCO og golfhringir frá GS. 3. sæti var gjafabréf frá 4x4 Adventures Iceland og golfhringir frá GS.
Lokastaðan í karlaflokki:
Hákon Örn Magnússon GR: 206 högg (71-69-66) -10
Daníel Ísak Steinarsson GR: 208 högg (70-66-72) -8
Aron Emil Gunnarsson GOS: 142 högg (70-72-71) -3
Lokastaðan í kvennaflokki eftir tvo hringi:
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR: 227 högg (76-77-74) +11
Ragnhildur Kristinsdóttir GR: 228 högg (80-76-72) +12
Anna Júlía Ólafsdóttir: 231 högg (77-78-76) +15
Verðlaunahafar í kvennaflokki.
Ragnhildur Kristinsdóttir, 2. sæti.
Anna Júlía Ólafsdóttir, 2. sæti.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 1. sæti.
Verðaunahafar í karlaflokki.
Hákon Örn Magnússon, 1. sæti.
Daníel Ísak Steinarsson, 2. sæti.
Aron Emil Gunnarsson, 3. sæti.
Comments