top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi sigraði á unglingamótaröð GSÍ í Sandgerði


Fyrsta unglingamót GSÍ var haldið um helgina. Unglingamótaröðin fór fram í Sandgerði og Áskorendamótaröðin var hjá Nesklúbbnum. GS átti alls 5 keppendur um helgina sem allir stóðu sig vel og eru að bæta sig sem kylfingar. Logi Sigurðsson frá GS sigraði í flokki 19-21. ára á samtals 1 höggi undir pari. Logi er nýlega kominn heim eftir langa dvöl á Spáni þar sem hann vann við golfkennslu ásamt því að æfa og spila við góðar aðstæður og greinilegt að hann kemur vel undirbúinn í tímabilið hér heima.


Fjóla Margrét endaði í 3. sæti í flokki stúlkna 15-16 ára. Fjóla átti góða og slæma kafla í mótinu en spilaði mun betur seinni daginn.


Skarphéðinn Óli tók þátt í sínu fyrsta móti meðal bestu kylfinga landsins. Fresta þurfti leik í gær og þegar þangað var komið hafði Skarphéðinn híft sig upp í 12. sæti með flottri spilamennsku. Því miður var ekki hægt að klára hringinn vegna mikillar þoku. Flott fyrsta mót hjá Skarpa.


Áskorendamótaröðin

Kolfinnur Skuggi og Guðrún Bára tóku þátt í sínu fyrsta GSÍ móti og stóðu sig vel. Skuggi endaði í 2. sæti í flokki 10 ára og yngri og Guðrún Bára í 5-6. sæti í flokki 12 ára og yngri.

GS óskar kylfingunum til hamingju með árangurinn.


Logi Sigurðsson á Íslandsmóti í golfi 2021 á Akureyri


171 views0 comments

Comments


bottom of page