top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi Sigurðsson stigameistari GSÍ í 19-21 árs flokki drengja

Golfsamband Íslands heiðraði stigameistara GSÍ eftir síðasta mót sumarsins sem var íslandsmót unglinga í holukeppni sem fram fór um síðastliðna helgi. Golfklúbbur Suðurnesja átti tvo kylfinga sem tóku þátt í langflestum mótum ársins og stóðu þau sig virkilega vel og voru sjálfum sér og GS til sóma frá A-Ö.

Logi Sigurðsson endaði sem stigameistari GSÍ með miklum yfirburðum enda spilaði okkar maður frábært golf í sumar og sigraði hann á Íslandsmótinu í höggleik ásamt tveim öðrum mótum á mótaröðinni.


Fjóla Margrét er á yngra ári í flokki stúlkna 15-16 ára og átti nokkuð gott ár. Fjóla sigraði meðal annars á íslandsmótinu í holukeppni unglinga sem lauk um helgina. Annars var hún ávallt í einu af efstu sætunum í mótum sumarsins og enn eitt flotta sumarið hjá okkar stelpu sem bætir sig ár frá ári.


GS óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn í sumar og við erum stolt af því að eiga svona flotta fulltrúa í klúbbnum okkar.





67 views0 comments

Comments


bottom of page