top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Lokahóf unglingastarfs GS 2021

Lokahóf unglingastarfs GS fór fram mánudaginn 20. september þar sem sumarið var gert upp. LANGBEST bauð upp á dýrindis pizzuveislu og þökkum við Ingó og hans teymi fyrir góða veislu.

Árangur sumarsins var gerður upp og er hægt að segja að hann hafi verið býsna góður þetta árið þar sem 2 íslandsmeistaratitlar komu í hús og átti Fjóla Margrét þá báða.

Nú er komið hlé á æfingum og munu þær hefjast aftur í fyrripart nóvember mánaðar í akademíunni og gömlu slökkvistöðinni og mun sú aðstaða gjörbreyta sláttur aðstöðu GS yfir vetrartímann til muna.


Verðlaunahafar á lokahófi unglingastarfs GS voru eftirfarandi:

Kylfingur ársins drengir: Logi Sigurðsson

Kylfingur ársins stúlkur: Fjóla Margrét

Mestu framfarir: Breki Freyr Atlason

Þrautsegjan: Angantýr Atlason

Háttvísis verðlaunin: Páll Guttormsson

NETTÓ mótaröðin var einnig gerð upp og voru verðlaunahafar eftirfarandi:

1. Snorri Rafn William Davíðsson

2. Andri Steinn Róbertsson

3. Ingi Rafn William Davíðsson

Besta mæting í mótaröðina fékk Sölvi Steinn



131 views0 comments

Comments


bottom of page