Fyrsti dagur Meistaramóts GS gekk vel þegar keppni hófst í yngri flokkum og nýliðaflokki. Það blés talsvert á leikmenn en það kom ekki að sök, allir skemmtu sér vel við annars frábærar aðstæður í Leirunni.
14 ára og yngri og 12 ára og yngri áttu fyrstir leik í Meistaramóti GS 2019 og léku á Hólmsvelli, stuttu síðar léku 10 ára og yngri á Jóel. Allir sýndu snilldartilþrif og gerðu sitt besta.
Í fyrsta sinn var boðið upp á nýliðaflokk enda hafa nýliðanámskeið verið afar vel sótt í sumar. Með nýliðunum gengu vanir kylfingar og leiðbeindu þessum óslípuðu demöntum í gegnum sitt fyrsta mót. Það er ljóst að þessi flokkur er kominn til að vera því almenn ánægja hefur verið með framtakið.
Comments