top of page
andrea2401

Meistaramót barna og unglinga 2021

Meistaramót barna og unglinga fór fram dagana 5. og 6. júlí. Veðrið lék við keppendur og völlurinn skartaði sínu fegursta. Leikið var í flokkum 10 ára og yngri og byrjendur, 11-12 ára og 13-15 ára. Í yngsta flokknum voru spilaðar 2 x 9 holur á gullteigum og fengu allir keppendur þátttökuverðlaun fyrir góðan árangur. Í flokki 11-12 voru spilaðar 2 x 9 holur á rauðum teigum og urðu úrslit eftirfarandi. 1. Ingi Rafn William Davíðsson 2. Angantýr Atlason 3. Garðar Grétarsson Í flokki 13-15 ára voru spilaðar 2 x 18 holur og urðu úrslit eftirfarandi. 1. Snorri Rafn William Davíðsson 2. Breki Freyr Atlason 3. Páll Guttormsson Að móti loknu var lokahóf þar sem Langbest bauð keppendum upp á pizzuveislu og verðlaun voru afhent. Klúbburinn óskar verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur.







163 views0 comments

Comments


bottom of page