top of page
andrea2401

Meistaramót - Dagur 3

Þriðji dagur Meistaramótsins fór fram í gær í leiðinlegu veðri þar sem blés rækilega á keppendur og rigndi duglega mest allan daginn. Opni flokkur kvenna og Öldungaflokkur 65+ luku leik í gær og stóðu Anna Steinunn Halldórsdóttir og Þorsteinn Geirharðsson uppi sem sigurvegarar og eru því klúbbmeistarar í sínum flokki.


Átta flokkar munu ljúka leik í dag og getur allt gerst. Í meistaraflokkunum tveimur þá leiðir í karlaflokki Logi Sigurðsson með þremur höggum. Í kvennaflokki leiðir Fjóla Margrét Viðarsdóttir einnig með þremur höggum. Veðurspáin er góð fyrir daginn og hvetjum við alla að koma og horfa á okkar bestu kylfinga og mynda smá stemningu í Leirunni okkar.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki fyrir sig er eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla: 1. Logi Sigurðsson, 223 högg 2. Sigurpáll Geir Sveinsson, 226 högg 3. Pétur Þór Jaidee, 227 högg


Meistaraflokkur kvenna: 1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, 256 högg 2. Andrea Ásgrímsdóttir, 259 högg


1. flokkur karla: 1. Davíð Viðarsson, 238 högg 2. Sigurður Vignir Guðmundsson, 243 högg 3. Gunnlaugur Kristinsson, 247 högg


2. flokkur karla:

1. Bjarni Sæmundsson, 251 högg 2. Guðfinnur Sævald Jóhannsson, 259 högg 3. Ragnar Lárus Ólafsson, 260 högg


2. flokkur kvenna: 1. Sara Guðmundsdóttir, 292 högg 2. Karitas Sigurvinsdóttir, 307 högg 3. Sigurrós Hrólfsdóttir, 309 högg


3. flokkur karla: 1. Vilmundur Ægir Friðriksson, 263 högg 2. Garðar Sigurðsson, 267 högg 3. Sigurður Guðmundsson, 270 högg


4. flokkur karla: 1. Jóhannes Ellertsson, 269 högg 2. Snorri Rafn Davíðsson, 285 högg 3. Páll Guttormsson, 288 högg


50+ opinn flokkur karla (án forgjafar): 1. Kristinn Óskarsson, 224 högg 2. Sigurður Sigurðsson, 235 högg 3. Kristján Björgvinsson, 239 högg


50+ opinn flokkur karla (með forgjöf): 1. Sigurþór Sævarsson, 219 högg 2. Ólafur Birgisson, 221 högg 3. Kristinn Óskarsson, 224 högg


Opinn flokkur kvenna (punktar): 1. Anna Steinunn Halldórsdóttir, 111 punktar 2. Theódóra Friðbjörnsdóttir, 92 punktar 3. Ragnhildur H. Guðbrandsdóttir, 85 punktar


Öldungaflokkur karla 65+ (punktar): 1. Þorsteinn Geirharðsson 95 punktar 2. Gunnar Þórarinsson 90 punktar 3. Þórður Karlsson 86 punktar




204 views0 comments

Comments


bottom of page