Meistaramót barna og unglinga verður haldið 1.–3. júlí og einnig flokkur nýliða (nánar auglýst síðar), Meistaramót fullorðinna fer fram 3.–6. júlí og er búið að opna fyrir skráningu á golf.is.
Kylfingar eru beðnir að kynna sér nýja reglugerð sem var samþykkt á síðasta aðalfundi. Helsta breyting frá fyrri Meistaramótum er að nú verður ekki hægt að velja rástíma fyrstu tvo dagana eins og hefur tíðkast.
Áætlaðir rástímar 3. júlí (birt með fyrirvara um fjölda þátttakenda):
Meistaraflokkur karla 8:30-9:20 Meistaraflokkur kvenna 9:30 Öldungaflokkur karla 65+ 9:40-9:50 1. flokkur karla 10:00-10:10 1. flokkur kvenna 10:20-10:30 2. flokkur karla 10:40-11:30 2. flokkur kvenna 11:40-11:50 3. flokkur karla 12:00-12:30 4. flokkur karla 12:40-12:50 Opinn flokkur kvenna (54 holur) 13:00-13:20 Opinn flokkur karla 13:30-13:50 Opinn flokkur kvenna (27 holur) 14:00-14:20
Á öðrum degi snúast rástímar við, þ.e. Opinn flokkur kvenna (27 holur) hefur leik og Meistaraflokkur karla verður síðastur út.
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum Leirunnar í Meistaramóti (næstur holu eftir fjóra daga) – aukaverðlaun fyrir holu í högg (sem telst ekki vera næst holu heldur í holu).
Við hvetjum alla GSinga til að taka þátt í þessum hápunkti félagsstarfs klúbbsins, mótssjórn Meistaramóts
Comments