top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Næstkomandi mánudag verður lokað á sumarflatir

Kæru félagar.


Þá er komið að því að loka þarf inn á sumarflatir en næstkomandi mánudag, 15. nóvember verður völlurinn færður í vetrarbúning og spilað verður inn á vetrarflatir. Það verður aftur á móti opið um helgina fyrir þá sem vilja nýta sér síðustu dagana.


Á árinu var spilað á sumarflötum í 207 daga. Til samanburðar var opið í 195 daga á árinu 2020 en vegna Covid þurfti að loka fyrr og var einungis opið fyrir félagsmenn hluta af þessum tíma.


Við hvetjum svo alla félaga til að nýta sér vetrarvöllinn og njóta útiveru og golfleiks yfir veturinn. Við minnum einnig á að skrá sig á rástíma svo hægt sé að halda utan um notkun vallarins á öllum tímum. Til gamans má geta að á tímabilinu október 2020 til og með mars 2021 voru 2720 rástímar skráðir og má því segja að völlurinn hafi verið ágætlega nýttur á þessum tíma.







26 views0 comments

Comments


bottom of page