Nýliðadagurinn verður fimmtudaginn 1. júlí og er mæting kl. 17.30 í klúbbhúsið í Leirunni.
Byrjað verður á fyrirlestri, súpu og brauði. Eftir það verður spilað 9 holu texas scramble þar sem 3 nýliðar og 1 vanur meðlimur spila saman sem eitt lið. Þetta fyrirkomulag er virkilega skemmtilegt þar sem allir hjálpast að við að koma góðu skori í hús fyrir liðið sitt.
Kostnaður við daginn er kr. 2500 og er súpan innifalin.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Skráning fer fram á www.gs.felog.is
Nýliðanefndin
Comments