Viltu kynna þér golf og fá að prófa?
Þann 11. júní hefst nýliðakynning hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA-golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði. Námskeiðið miðar að þeim sem langar að prófa golf eða eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.
Þriðjudagur 11. júní: Kynning og kennsla Miðvikudagur 12. júní: Kynning og kennsla Fimmtudagur 13. júní: Farið á völlinn og spilað
Í boði eru tvær tímasetningar þessa daga: 19:00–20:00 20:00–21:00
Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi Golfklúbbs Suðurnesja en aðrir greiða 5.000 kr. Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn á árinu gengur gjaldið upp í árgjald.
Eða sendi tölvupóst á gs@gs.is
Comments