top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýtt fólk með veitingareksturinn í Leirunni

Samið hefur verið við hjónin Axel Axelsson og Erlu Laufey Pálsdóttur um að taka við rekstri veitingasölunnar hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Axel er matreiðslumeistari og Erla bakari svo eitthvað gómsætt ætti að vera á boðstólum fyrir kylfinga í sumar.

Veitingasalan opnar þann 1. apríl og munu þau hjón bjóða kylfingum uppá glæsilegan matseðil í allt sumar, eins og lamb Bernaise og lax Hollandaise, alvöru amerískar samlökur og hamborgara. Heimalöguð súpa verður alltaf í boði, kökur og góðgæti. Að auki verða samlokur og þess háttar til að grípa með sér út á völl.

Í apríl verður opið virka daga frá kl. 11.00 til 21.00 og um helgar frá 9.30.

Þau hjón eru spennt fyrir komandi sumri og stjórn GS hlakkar til samstarfsins og býður þau velkomin í Leiruna.

7 views0 comments

Comments


bottom of page