top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýtt tölvukerfi golfklúbbanna orðið virkt

Eins og margir vita hefur Golfsamband Íslands gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið heitir Golfbox og eru golfklúbbarnir á fullu að innleiða kerfið hjá sér.

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

  1. Ferð inn á www.golf.is.

  2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.

  3. Þá opnast vefsíða GolfBox

  4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.

  5. Smellir á Leita.

  6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.

  7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.

  1. Smellir á Breyta prófílnum.

  2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.

  3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.

  4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.

  5. Smellir á Uppfæra >.

Smelltu hér til að skoða hjálparmyndband við nýskráningu https://youtu.be/sjwTsNUMFVo

1 view0 comments

Comentarios


bottom of page