Kæru félagar.
Frá og með mánudeginum 16. janúar verður inniaðstaðan okkar að Hringbraut 125 opið hús. Búið er að setja upp eftirlitsmyndavél á svæðinu sem veitir okkur ákveðið tækifæri til þess að hafa húsnæðið hluta úr degi mannlaust.
Væntingar okkar til félagsmanna eru einfaldar: Golfhermarnir eru ávallt notaðir gegn bókun og hægt er að bóka tíma í hermana og púttflötina hér: https://boka.gs.is/
Golfhermarnir eru í útleigu frá kl. 9:00 til 14:30 og frá kl. 19:00 til 24:00 alla virka daga og um helgar frá kl 09:00 til 24:00.
Það er opið í net og púttflöt frá kl. 9:00 til 12:30 og frá kl. 19:00 til 22:00 alla virka daga og um helgar frá kl. 09:00 til 18:00.
Framundan verða nokkur púttmót, næstur holu keppni og aðrar skemmtilegar uppákomur og munum við tilkynna þær við fyrsta tækifæri. Boltinn verður í beinni og píluspjaldið á sínum stað.
Á meðan hvetjum við alla félagsmenn að gera sér ferð að Hringbraut 125.
' ''The harder you practice, the luckier you get,,
Gary Player
Comentários