top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Opnun æfingasvæðisins

Kæru félagar.

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að opna æfingasvæði GS. Í þessu sérstaka Covid-19 ástandi geta félagar því komið í Leiruna, fengið sér frískt loft og undirbúið golfið sitt fyrir sumarið.

Við viljum á sama tíma ítreka þær breyttu reglur sem eru í gildi vegna ástandsins og treystum því að allir virði þær samviskusamlega.

Með von um gott samstarf og skilning vegna þessara mikilvægu aðgerða

Stjórn GS

Reglur æfingasvæðis GS á meðan á samkomubanni stendur vegna Covid-19:

Hreinlæti

Vinsamlegast reynið að lágmarka snertingu við boltavél, körfur og bolta. Ef ekki verður komist hjá beinni snertingu (þ.e. án hanska) þá notið sprittklútana við boltavélina og strjúkið af körfum ásamt snertifleti á boltavél. Sprittbrúsi er einnig við boltavélina og biðjum við kylfinga að sótthreinsa hendur fyrir og eftir æfingu. Starfsmaður GS sótthreinsar körfur og snertiflöt á boltavél einu sinni á dag.

Vinsamlegast virðið 2 metra regluna og notið eingöngu eigin kylfur/áhöld.

Básarnir þar sem eru engar mottur eru lokaðir með öllu.

Tílaust æfingasvæði

Engin tí eru á mottunum og því er ætlast til að upphafshögg séu slegin með eigin tíum fyrir aftan glompuna. Grasbletturinn er LOKAÐUR og biðjum við kylfinga að virða það.

Fjöldatakmörkun

Komi upp sú staða að fleiri en 5 kylfingar sæki skýlið á sama tíma er mikilvægt að sá sem lengst hefur verið víki fyrir þeim sem bíður eftir að hafa klárað sínar kúlur úr bakkanum. 

Opnunartímar

Æfingasvæðið verður opið frá 11-18 alla daga vikunnar. 

Afgreiðsla boltakorta verður í klúbbhúsi á virkum dögum. Til að tryggja afgreiðslu biðjum við kylfinga að hringja á undan sér í síma 421-4100 eða senda póst á gs@gs.is. Til vara er hægt að hringja í 862-0118. 

Vegna mikilla brottfalla á kortum undanfarin ár munu kylfingar greiða 1000 kr. fyrir nýtt kort sem síðan er endurgreitt verði kortinu skilað.

9 views0 comments

Comments


bottom of page