top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Orðsending frá Issa og Hjördísi

Jæja kæru félagar, nú fer þessari mjög svo sérstöku golftíð að ljúka. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og krefjandi að vera hér í skálanum í „sumar“. Við Hjördís erum búin að standa vaktina og höfum þjónustað félagsmenn, mót og gesti í sumar. Skálinn hefur verið hreinn og allir velkomnir hvort sem er í kaffi, nesti eða bara spjall um veðrið. Af tæplega 600 meðlimum eru sennilega 380 af þeim veðurfræðingar, og er það heimsmet á Suðurnesjamælikvarða. Veðrið hefur verið vægast sagt ömurlegt í sumar (ef sumar skyldi kalla). Vinsælasta setningin hjá þessum 380: „Það á að lagast eftir helgi!“ Þessi Helgi hefur ekki sést í allt sumar. Við erum farin að hægja á innkaupum hér í skálanum, og ætlum að klára þessa hópa sem eiga pantað á völlinn. Við munum bjóða upp á kaffi og súkkulaði á meðan birgðir endast, samlokur og fleira matarkyns verður ekki í boði – þá verður grillið einnig lokað.

Vonandi verða vetrarmót og að sjálfsögðu sinnum við þeim.

Kv. Hjördís og Issi

1 view0 comments

Comments


bottom of page