top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Pétur Þór og Fjóla Margrét stóðu sig best í Leirumótinu

Golfklúbbur Suðurnesja hélt mót nr. 2 á mótaröð GSÍ dagana 3-5. júní. Alls tóku 97 kylfingar þátt í góðu veðri og er völlurinn að verða kominn í sumarbúninginn. GS átti 6 kylfinga í mótinu en það voru þau Guðmundur Rúnar, Logi Sigurðsson, Rúnar Óli, Pétur Þór, Róbert Smári og Fjóla Margrét.

Pétur Þór stóð sig best af okkar karlkylfingum og endaði mótið í 18 sæti. Pétur bætti sig með hverjum hringnum og endaði mótið með því að spila síðustu 9 holurnar á 5 höggum undir pari. Fjóla Margrét stóð sig vel og endaði mótið í 9. sæti. Ólíkt Pétri átti hún sinn besta hring fyrsta daginn þar sem hún lék á 76 höggum sem er flott skor hjá þessari 14 ára stúlku sem er að stimpla sig inn á mótaröð þeirra bestu á Íslandi.


Árangur okkar fólks um helgina

Kvennaflokkur:


9. sæti. Fjóla Margrét


Karlaflokkur:

18. sæti. Pétur Þór Jaidee

34. sæti. Logi Sigurðsson og Guðmundur Rúnar Hallgríms

41. sæti. Rúnar Óli Einarsson

56. sæti. Róbert Smári Jónsson



Lokahollið síðasta daginn í karlaflokki púttar á 18. flöt.

23 views0 comments

Comments


bottom of page