Nú er golftímabilið loksins komið af stað. Af því tilefni vil ég minna kylfinga sem leika Hólmsvöll á nokkur einföld atriði: Kylfingar verða að skrá sig á rástíma á golf.is Áður en kylfingur hefur leik ber honum að tilkynna mætingu hjá ræsi í golfskála Kylfingar mega ekki leika fleirum en einum bolta inná flatir (þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi tímabilsins og flatirnar afar viðkvæmar) Kylfingar eiga að vera með flatargaffla og gera við boltaför eftir sig á flötum (góður siður er að gera við för sem öðrum hefur yfirsést í leiðinni) Kylfingar eiga að lagfæra eftir sig og leggja torfusnepla í kylfuför
Ég vil ítreka að allir sem leika Leiruna þurfa að skrá sig á rástíma, það er mjög mikilvægt fyrir okkur til að fá yfirlit yfir notkunina á vellinum. Á síðasta ári gerðum við átak í þessum málum og höfðu margir misjafnar skoðanir á því, enda hafði rástímaskráningum í Leirunni verið verulega ábótavant fram að því. Það tók ekki langan tíma að innræta þetta í fólk enda um eðlileg vinnubrögð að ræða. Á móti fengum við betra yfirlit yfir notkun vallarins og þá jukust einnig tekjur af vallargjöldum um heil 45% – það munar um minna.
Með golfkveðju, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja
Comments