top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sameiginleg sveit GS og GO Íslandsmeistari í Íslandsmóti golfklúbba 19-21 árs

Íslandsmót golfklúbba 19-21 árs fór fram dagana 2.-4. september hjá Golfklúbbi Sangerðis í blíðskaparveðri - fyrir utan fyrsta daginn þegar vindurinn blés hressilega. Eftir höggleikinn var okkar lið í 4. sæti og því ljóst að þau gátu endað í efstu 6 sætunum.

Eftir höggleikinn tók við riðlakeppni þar sem holukeppni var spiluð. Fyrsti leikur var gegn Golfklúbbi Akureyrar og vannst sá leikur örugglega 3-0. Seinni leikurinn í riðlinum var gegn liði GR og hélt okkar lið uppteknum hætti og vann öruggann 3-0 sigur og því ljóst að spilað yrði um titilinn. Úrslitaleikurinn var gegn feikisterku liði Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Leikurinn fór vel af stað fyrir okkar lið og vorum við yfir í öllum leikjum eftir 9 holur. Þá forystu lét okkar fólk aldrei af hendi og unnu sannfærandi sigur. Þegar 2 vinningar voru komnir í hús var síðasta leiknum hætt og samið um jafntefli þar sem úrslit voru ráðin og íslandsmeistaratitillinn tryggður.


Glæsilegur sigur hjá okkar ungmennum og sérstaklega þar sem forgjöf okkar liðs var sú 7. lægsta í mótinu.


Golfklúbbur Suðurnesja óskar þeim innilega til hamingju með glæsilegan sigur og frábæran endi á flottu sumri en þetta var 3. Íslandsmeistaratitillinn í unglingastarfinu þetta sumarið.


Liðið skipuðu eftirfarandi leikmenn.


Axel Óli Sigurjónsson GO

Fjóla Margrét GS

Logi Sigurðsson GS

Sveinn Andri Sigurpálsson GS



64 views0 comments

Comments


bottom of page