Sand- og áburðardreifarinn sem keyptur var síðastliðið haust kom loksins í hús í vikunni en eins og með svo margt annað í dag þá tafðist afhending til landsins um nokkra mánuði. Þetta er hágæðatæki sem býður upp á mismunandi möguleika við sand- og áburðargjafir. Hægt er að dreifa magninu betur og hægt að stilla þannig að það vinnur einnig vel þegar vindar blása. Þetta mun auka gæðin á vellinum ásamt því að tækið auðveldar og sparar mikinn tíma vallarstarfsmanna. Fyrsta verkefnið verður í næstu viku en þá verða flatirnar léttsandaðar og ættu að hjálpa flötunum að ná sér eftir skelfilegan vetur. Eins og sjá má er Birkir vallarstjóri mjög sáttur með sendinguna :)
Comments