top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Skilaboð til kylfinga


Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:

  1. Það er með öllu óheimilt að leika Hólmsvöll án þess að hafa skráðan rástíma á Golfbox.

  2. Kynnið ykkur reglur um golfleik á meðan á samkomubanni stendur. Þær hanga við klúbbhúsið og er einnig að finna hér

  3. Á meðan völlurinn er ennþá í vetrarbúningi og ennþá á viðkvæmu stigi minnum við kylfinga á að slá ekki af brautum heldur færa boltann utan brautar og leika þaðan. Við treystum því að kylfingar leiki völlinn miðað við það ástand sem hann er í.

  4. Fyrir þá sem eru ekki GS félagar greiðast vallargjöld með millifærslu. Reikningsnr. 0121-26-3286, kt. 530673-0229. Þessar upplýsingar er einnig að finna við klúbbhúsið.

  5. Við ítrekum að klúbbhús GS er lokað

  6. Starfsfólk GS er í skertu starfshlutfalli og eru félagar beðnir um að sýna því skilning

  7. Vinsamlegast sendið erindi á netfangið gs@gs.is, því verður svarað eins fljótt og auðið er

Fyrir þá GS félaga sem eiga eftir að ganga frá gjöldum sínum ítrekum við að það er gert með rafrænni greiðsluskráningu hér

-Skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

-Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”.

-Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.

-Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.

-Síðan er ýtt á þann flokk sem á við, hægra megin á skjánum.

-Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.

-Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”.

-Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”.

3 views0 comments

Comments


bottom of page