Skötuveisla verður haldin í hádeginu á Þorláksmessu í Golfskálanum Leiru.
Eins og undanfarin ár verður haldin skötuveisla í Leirunni á Þorláksmessu. Allur ágóði af veislunni rennur til styrktar æfingaferðar hjá börnum og ungmennum GS.
Boðið verður upp á bæði skötu og saltfisk, jólaöl og kaffi. Aðrir drykkir verða seldir á staðnum.
Húsið verður opið frá 11.30 – 14.00. Verð kr. 4.000.
Pantanir og frekari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson, formaður afreksnefndar, á sigsig[at]mila.is
Comments