top of page

Staða GS í Íslandsmóti golfklúbba

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Aug 12, 2017
  • 1 min read

Nú eru sveitirnar okkar búnar að ljúka leik í riðlakeppnunum.

Kvennasveit GS leikur í fyrstu deild og hafnaði í öðru sæti í sínum riðli á eftir Golfklúbbir Reykjavíkur. Stelpurnar gerðu jafntefli við GM, töpuðu 3-2 fyrir GR og unnu GO 5-0. Þær leika gegn Keili eftir hádegi í dag.

 

Karlasveitin leikur í þriðju deild og endaði sömuleiðis í öðru sæti síns riðils, næstir á eftir Oddi. Strákarnir töpuðu fyrir GO 2-1, unnu GSS 2-1 og GVS 2,5-0,5. Þeir leika gegn Golfklúbbi Húsavíkur eftir hádegi.

Stelpurnar eru að leika á Akranesi og strákarnir í Vogunum. Áfram GS!

Recent Posts

See All
Íslandsmót unglinga í höggleik

Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Golfklúbbur Suðurnesja átti sjö...

 
 
 

Comments


bottom of page