top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Staðarreglur Hólmsvallar

Almennar staðarreglur fyrir Hólmsvöll sem taka gildi frá 9. maí 2023 eru eftirfarandi: Sérstaklega er vakin athygli á reglum 5 og 6 í staðarreglunum.

  1. Vallarmörk (regla 2.1): Hvítir hælar umhverfis völlinn, auk hvítra punkta á grjótgarði meðfram sjávarsíðu. Varanlegt slitlag við golfskála telst vera utan vallar.

  2. Óhreyfanlegar hindranir (regla 16.1): a) Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu. b) Sjáanlegir fastir hlutar vökvunarkerfis. c) Fjarlægðarvísar (hellur); auglýsingaskilti; boltaþvottastandar; bekkir. d) Hellulagðir fletir og þrep við teiga; skóhreinsunarbás neðan við golfskála. e) Jarðfastir hlutir við teiga, svo sem teigskilti; teigmerkingar, sorpkassar og ílát fyrir brotin tí. f) Skálar við 1. og 10. teig og steinbrú á 16. holu. g) Rauðir, gulir og bláir hælar.

  3. Hreyfanlegar hindranir (regla 15.2) Öll skilti úr málmi sem t.d. vísa til næsta teigs eða hvar skuli fara með golfkerrur/golfbíla.

  4. Óeðlilegar vallaraðstæður og grund í aðgerð (regla 16.1): a) Svæði merkt með bláum hælum og/eða bláum línum er grund í aðgerð. b) Svæði merkt með bláum hælum og hvítum toppi er grund í aðgerð og er jafnframt bannreitur. I) Lendi bolti í bannreit við 2. flöt skal leikmaður taka vítalausa lausn og nota þann fallreit sem er nálægastur boltanum. II) Lendi bolti í bannreit á 4. braut skal leikmaður fara stystu leið út úr svæðinu (ekki nær holu og alltaf frá sjónum) og taka vítalausa lausn skv. reglu 16.1f., eða nota fallreit vinstra megin við bannreitinn. c) Allt upprót eftir vallarstarfsmenn telst vera óeðlilegt ástand vallar (regla 16.1b) og fæst vítalaus lausn og skal bolti því látinn falla skv. reglu 14.3.

5. Vítasvæði (regla 17.1d); merkt með rauðum hælum og/eða rauðum línum: a) Á 4. braut nær vítasvæði frá teig og aftur fyrir flöt. Það framlengist óendanlega í átt að grjótgarði meðfram sjávarsíðu og því eru engin vallarmörk þegar brautin er leikin. b) Tjörn á 18. braut er skilgreind sem rautt vítasvæði.

6. Tjarnir Allar tjarnir vallarins (nema á 18. braut) eru skilgreindar sem gul vítasvæði og miðast mörkin við lóðrétta bakka þeirra.

Að öðru leyti skal leikið samkvæmt golfreglum Rules of golf as approved by R&A Limited and The United States Golf Association. Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur = Almennt víti. Holukeppni = Holutap.

Tímabundin viðbót við staðarreglur:

· Heimilt er að lyfta bolta og færa um kylfulengd á snöggslegnu svæði á leið; ekki nær holu.

· Heimilt er að lyfta bolta og færa um púttershaus á flötum; ekki nær holu.




117 views0 comments

Comments


bottom of page