Nú er bara síðasti dagurinn eftir í Íslandsmóti golfklúbba og sveitirnar okkar hafa staðið sig með miklum ágætum. Ljóst er að stelpurnar halda sæti sínu í fyrstu deild og leika í fyrramálið við Golfklúbbinn Odd um fimmta sætið. Strákarnir leika um sigur í annari deild gegn Golfklúbbi Vestmannaeyja, aðeins sigurvegarinn kemst upp í efstu deild.
Strákarnir leika á heimavelli og hefja leik kl. 8.42. Stelpurnar leika á Hvaleyrarvelli og hefja leik kl. 8.00.
Comentários