top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Síðasti dagur í dag á sumarflötum

Kæru kylfingar.


Þá er komið að því að loka þarf inn á sumarflatir en á morgun, 6. desember verður völlurinn færður í vetrarbúning og spilað verður inn á vetrarflatir.


Á árinu var spilað á sumarflötum í 230 daga en til samanburðar gátum haft opið í 207 daga á síðasta ári.


Við hvetjum alla félaga til að nýta sér vetrarvöllinn og njóta útiveru og golfleiks yfir veturinn.


Vinsamlegast fylgið eftirfarandi reglum þegar vetrargolf er leikið á Hólmsvelli:


  • Völlurinn er eingöngu opinn félagsmönnum GS

  • Óheimilt er að leika af brautum, færa skal boltann stystu leið út í kargann (röffið) og leika þaðan

  • Óheimilt er með öllu að leika af sumarteigum og inn á sumarflatir vallarins


Við minnum einnig á að skrá sig á rástíma svo hægt sé að halda utan um notkun vallarins á öllum tímum.



Hólmsvöllur 5. desember 2022



67 views0 comments

Comments


bottom of page