top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Tappagötun á flötum framundan

Kæru kylfingar.


Næsta mánudag, 13. september verða flatirnar á Hólmsvelli tappagataðar og svo sandaðar í kjölfarið. Um er að ræða fíntappagötun og verða flatirnar fljótar að gróa saman á ný. Þetta er gert til að losa flatirnar við óæskilegar grastegundir og bæta gæði flatanna fyrir næsta sumar. Búast má við að kylfingar finni fyrir raski vegna þessa næstu daga á eftir en flatirnar ættu að vera komnar í frábært ásigkomulag 2 til 3 vikum frá aðgerð.


Vegna þessar verður eftirfarandi lokun á vellinum:

Mánudagur og þriðjudagur: Holur 1-9 lokaðar

Miðvikudagur og fimmtudagur: Holur 10-18 lokaðar


Kveðja frá vallarstarfsmönnum



113 views0 comments

Comments


bottom of page