top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Tilkynning frá framkvæmdastjóra: 4.holan og Jóel svæðið

Eitt af markmiðum stjórnar og starfsmanna GS er að auka upplýsingaflæði frá golfklúbbnum svo félagsmenn séu betur upplýstir um framvindu mála hjá golfklúbbnum. Í þetta sinn eru það upplýsingar um 4. holuna og Jóel svæðið sem okkur langar að koma á framfæri. Tvö atriði sem munu eflaust vekja upp misjafnar tilfinningar hjá félagsmönnunum GS en bæði þessi atriði hafa það sameiginlegt að vera hugsuð til að hins betra til að bæta framtíð Golfklúbbs Suðurnesja.


4. holan

Í viðhorfskönnuninni (sjá spurningu 10) voru það 48% félagsmanna sem nefndu 4.holuna sem sístu holuna á Hólmsvelli—niðurstaða sem kom engum að óvart og langflestir tóku það fram að helsta ástæðan fyrir valinu var hversu blautt svæðið væri víða meðfram holunni. Á meðfylgjandi myndum (miklar þakkir til Róberts Sigurðarssonar) sést í rauninni hversu stórt sárið er á brautinni. Þar sést einnig svæði sem starfmenn GS hafa verið að ryðja sl. vikur en þar erum við að breikka lendingarsvæðið sem næst sjónum. Með þessari aðgerð fær varnargarðurinn loksins að njóta sín mun betur en áður. Sú sýn sem skapast frá t.d. 4. teignum mun gefa kylfingum allt aðra upplifun af holunni.


Í þessari viku er áfram spáð miklu frosti sem veitir okkur tækifæri til að fá til okkar skurðvél í aðra framkvæmd. Skurðvélin mun skera fjölmargar rásir í bergið undir brautinni. Rásirnar sjálfar verða um 15-20cm breiðar en allt að 1m djúpar en þær verða fylltar af drenmöl og að lokum lokaðar með mold og torfi. Það er verið að gera ráð fyrir 200-300m í svæðinu fyrir aðgerð sem ráðgjafar golfklúbbsins telja árangursríka til að þurrka upp aðkomuvatnið af brautinni og um leið koma í veg fyrir aðra mun kostnaðarsamari aðgerðir eins og setja upp nýja tjörn.


Við munum halda ykkur upplýstu um framvindu verkefnisins og deila með ykkur nokkrum myndum þegar vélin fer af stað.





Jóel svæðið (Stóri-Hólmur)

Í viðhorfskönnuninni (sjá spurningu 7) fékk ástandið á Jóelvellinum einkunn upp á 3.24 sem var -4% í samanburði við einkunnina um ástandið á Hólmsvelli. Í annarri spurningu (nr. 11) voru félagsmenn mjög sammála um forgangsröðina hjá stjórn og starfsmönnum GS í að bæta umhirðu Hólmsvallar og vinna áfram með 4. holunni.


Á Jóelvellinum hafa margir félagsmenn tekið sín fyrstu skref í golf íþróttinni og hefur svæðið lengi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingarstarfi golfklúbbsins. Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt var landið Stóri-Hólmur selt árið 2021 og hefur samstarfið milli GS og nýrra eiganda gengið hingað til vel. Aftur á móti hefur golfklúbburinn verið að verja árlega allt að 250-300 klukkustundum með áætluðum kostnaði upp á 3 milljónir króna við umhirðu á velli sem hefur einnig verið opin almenningi en ekki bara félagsmönnum GS.


Eftir þarfar og góðar umræður var það samhljóma ákvörðun Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja að endurnýja ekki rekstrarsamninginn við eigendur Stóra-Hólms fyrir sumarið 2023. Þau sem koma að þessari ákvörðun eru fullmeðvituð að Jóelinn hefur ríka sögu hjá GS og að eflaust mun þessi ákvörðun falla misvel í félagsmenn klúbbsins. Ákvörðunin var samt tekin með virðingu og þökkum við núverandi og fyrrverandi eigendum Stóra-Hólms fyrir samstarfið í gegnum árin.


Það er ekki síður mikilvægt fyrir golfklúbbinn að stuðla að nýsköpun til að laða til sín nýja meðlimi og halda í núverandi meðlimi. Það þýðir stundum að það þurfi að taka eitt skref til baka og loka á ákveðna hluti áður en það eru tekin tvo skref fram á við. Er það stefna golfklúbbsins að verja framtíðar fjármunum og vinnustundum í frekari uppbyggingu Hólmsvallar og æfingaðstöðu annars staðar.


Þrátt fyrir að Jóelinn verður ekki aðgengilegur í sumar er rétt að árétta að félagsmenn verða áfram með góðan aðgang að æfingaskýlinu, æfingaflötinni við golfskálann og inniaðstöðunni við Hringbraut. Svo eru það starfsmenn GS sem eru að þjónusta pútt-völlinn (við Heilsugæsluna) fyrir Reykjanesbæ og æfingavöllinn á Ásbrú fyrir Kadeco. Þannig að það eru fjölmargir staðir sem félagsmenn Golfklúbbs Suðurnesja geta fundið til að bæta sig á milli hringja—en bara ekki lengur á Jóelvellinum, velli sem mun lengi vera í minnum hjá Golfklúbbi Suðurnesja.




859 views0 comments

Comentarios


bottom of page