top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Unglingarnir okkar á Íslandsmóti golfklúbba um helgina

Dagana 23. til 25. júní fór fram Íslandsmót golfklúbba unglinga á Akranesi og Hellu. GS sendi vaska sveit á Hellu í 15 ára og yngri. Liðið spilaði ágætlega og endaði í 11. sæti af 15 liðum. Þetta var fyrsta keppnin af þessu tagi hjá öllum liðsmönnum og því flott reynsla og munu þeir eflaust mæta sterkir til leiks að ári. Liðið skipuðu Páll Guttormsson, Breki Freyr Atlason, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, Ingi Rafn William Davíðsson og bróðir hans Snorri Rafn William Davíðsson.


GS og GKG sendu sameiginlega sveit á Akranes í 18 ára og yngri stúlknaflokki. Þær stóðu sig vel og enduðu í 2. sæti af 4 liðum. Fjóla Margrét Viðarsdóttir var í liðinu fyrir okkar hönd og vann hún tvo af þremur leikjum sínum.


Allir leikmenn okkar stóðu sig og vel og voru klúbbnum til fyrirmyndar í einu og öllu, jafnt innan sem utan vallar.




100 views0 comments

Comments


bottom of page