Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga í Meistaramóti GS 2024 fór fram eftir að leik flokkanna lauk 13.ágúst. Keppendur mættu til að gleðjast og fagna saman í Pizza veislu frá Langbest ásamt foreldrum og aðstandendum.
Helstu úrslit barna og unglingaflokka voru þau að Snorri Rafn William Davíðsson vann örugglega undir 21 árs flokkinn á 144 höggum. Snorri lék báða keppnisdagana á 72 höggum sem er nýtt vallarmet frá gulum teigum. Þess má geta að Snorri vann einnig 1.flokkinn í nýliðnu meistaramóti. Ingi Rafn William Davíðsson vann einnig örugglega þegar hann sigraði undir 15 ára flokkinn en Ingi lék dagana tvo á 162 höggum.
í ár voru tveir flokkar í boði fyrir 12 ára og yngri hópinn. Angantýr Helgi Atlason sigraði flokkinn sem spilaði 18 holur báða daga. Angantýr var á 202 höggum en hann bætti sig um 14 högg frá fyrsta degi. Níu ára Hrafntinna Björk Ævarsdóttir vann 12 ára og yngri sem spiluðu 2x9 holur á 141 höggum.
Við þökkum öllum þeim börnum og unglingum sem tóku þátt í Meistaramóti kærlega fyrir frábæra daga og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.
Úrslit úr öllum flokkum:
Undir 21 árs
1. Snorri Rafn William Davíðsson 144 högg (72, 72)
2. Ásgrímur Sigurpálsson 178 högg
3. Daníel Örn Gunnarsson
Undir 15 ára
1. Ingi Rafn William Davíðsson 162 högg (80, 82)
2. Kristófer Orri Grétarsson 213 högg
3. Brynjar Bjarnason 249 högg
12 ára og yngri (18 holur)
1. Angantýr Helgi Atlason 202 högg (108, 94)
2. Kolfinnur Skuggi Ævarsson 211 högg
3. Einar Þór Sævarsson 214 högg
12 ára og yngri (9 holur)
1. Hrafntinna Björk Ævarsdóttir 141 högg
Comments