top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Æfingaferð GS 2019

VITAgolf er mikil ánægja að bjóða GS einstakt tækifæri á æfingaferð til Morgado í Portúgal 6.–13. apríl 2019. Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með ICELANDAIR 6. apríl kl. 08:00 lent í Faro kl. 13:10. Flugtími heim þann 13. apríl er frá Faro kl. 14:10 lent í Keflavík kl. 16:10. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan allan daginn næstu sex daga, það gerir sjö golfdaga í ferðinni.

Með tvo frábæra ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina. Hægt er að skoða allt um svæðið á VITAgolf vefsíðunni hér og á heimasíðu staðarins hér.

 

Verð fyrir foreldra og aðra fullorðna:

179,900 kr. á mann í tvíbýli 189.900 kr. í einbýli

Verð fyrir ungmenni í æfingum:

159,900 kr. á mann m.v. tvíbýli – þríbýli (auka rúm) sama verð og tvíbýli

 

Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair Flugvallaskattar Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20kg) Akstur milli flugvallar og hótels Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði Ótakmarkað golf með GOLFBÍL fyrir fullorðna og golfkerrur fyrir ungmenni í æfingum alla daga. Fararstjórn frá VITAgolf Innifalið er nestispakki í hádeginu og ótakmarkað af æfingaboltum fyrir ungmenni í æfingum.

ATH. EKKI er hægt að nota Icelandair Vildarpunkta í þessari ferð.

3 views0 comments

コメント


bottom of page