top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmót eldri kylfinga 1.deild karla

Íslandsmót eldri kylfinga fer fram hjá Golfklúbbi Öndverðanes dagana 9.-10. ágúst 2023. Keppni hófst snemma að morgni í gær og í ár eru það átta klúbbar sem taka þátt og er Golfklúbbur Suðurnesja einn af þeim.


Mótið fór vel af stað í gær og vann GS örugglega sinn riðill. Í morgun lék svo sveitin undanúrslitaleikinn á móti Nesklúbbnum. Tvímenningarnir skiptu stigunum á milli sín og í bráðabana varð fjórmenningasveit GS að lúta í lægri haldi. GS leikur bronsleikinn á móti Golfklúbbnum Keili á meðan Golfklúbbur Reykjavíkur og Nesklúbburinn leika til úrslita.


Í ár er sveit GS skipað:

  • Kristján Björgvinsson

  • Snæbjörn Guðni Valtýsson

  • Jón Kr. Magnússon

  • Ásgeir Eiríksson

  • Þorgeir Ver Halldórsson

  • Þorsteinn Geirharðsson

  • Jón Gunnarsson

  • Einar Magnússon er spilandi liðstjóri

Lokastaðan A riðill: 1. Golfklúbbur Suðurnesja GS 2. Golfklúbbur Reykjavíkur GR 3. Golfklúbbur Öndverðarness GÖ 4. Golfklúbburinn Oddur GO


Lokastaða B riðill: 1. Golfklúbburinn Keilir GK 2. Nesklúbburinn NK 3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar GM 4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar GKG





120 views0 comments

Comentários


bottom of page